Bráðabirgðaniðurstöður Hagstofu Íslands gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,4% árið 2016.
Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 6,7% árið 2015 og 5,6% árið 2014.
Í frétt Hagstofunnar segir að þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu sé borin saman við aðrar atvinnugreinar þurfi að hafa í huga að ferðaþjónusta sé ekki til sem sérstök atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun, heldur sé hún samsett grein þar sem lagt sé saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina.