372 milljarða þarf í innviði landsins

Horft yfir Reykjavíkurhöfn.
Horft yfir Reykjavíkurhöfn. mbl.is/RAX

Meiri hátt­ar hindr­an­ir koma í veg fyr­ir að hafn­ir og inn­an­lands­flug­vell­ir á Íslandi geti upp­fyllt kröf­ur og þarf­ir eft­ir 10 ár. Upp­söfnuð viðhaldsþörf helstu innviða lands­ins er met­in 372 millj­arðar króna og verða einkaaðilar að koma að upp­bygg­ing­unni þar sem hið op­in­bera get­ur ekki eitt og sér ráðist í svo stór­ar fram­kvæmd­ir. 

Þetta kem­ur fram í skýrslu um ástand og framtíðar­horf­ur innviða á Íslandi sem verður kynnt á opn­um fundi Sam­taka Iðnaðar­ins í dag. 

Eins og tit­ill skýrsl­unn­ar gef­ur til kynna skoðuðu höf­und­ar henn­ar innviði frá tveim­ur sjón­ar­horn­um. Ann­ars veg­ar nú­ver­andi ástandi en hins veg­ar framtíðar­horf­ur þeirra. Að meðaltali fá innviðir sem skýrsl­an nær til ástand­s­ein­kunn­ina 3,0 en ein­kunna­gjöf­in er á bil­inu 1 til 5. Miðað við þessa ein­kunn er staða innviða á Íslandi að meðaltali viðun­andi, að mati skýrslu­höf­unda, en ekki góð. 

Verst er ástand vega og frá­veitna en ástand­s­ein­kunn þeirra er 2. Hita­veit­ur og orku­vinnsla eru einu innviðirn­ir sem fá ástand­s­ein­kunn 4 sem merk­ir að staða mann­virk­is­ins sé góð og að eðli­legt viðhald þurfi til að halda stöðu þess óbreyttri. Eng­in teg­und innviða fær hæstu ein­kunn sem þýðir að ekki sé þörf fyr­ir um­tals­vert viðhald fyrr en að mörg­um árum liðnum.

Úr skýrsl­unni

Ólík­ar framtíðar­horf­ur

Við mat og ein­kunna­gjöf á framtíðar­horf­um voru notaðar græn ör, gul og rauð. Hafn­ir og inn­an­lands­flug­vell­ir koma verst út og fengu bæði rauða ör. Þetta þýðir að meiri hátt­ar hindr­an­ir tak­marki getu þess­ara innviða til að upp­fylla kröf­ur og þarf­ir árs­ins 2027.

Græna ör fá hins veg­ar frá­veit­ur, hita­veit­ur, orku­vinnsla, orku­flutn­ing­ar, sveit­ar­fé­laga­veg­ir, úr­gangs­mál og Kefla­vík­ur­flug­völl­ur en það merk­ir að fyr­ir­hugaðar séu fjár­fest­ing­ar í viðkom­andi innviðum sem geri það að verk­um að þeir muni mæta kröf­um og þörf­um eft­ir 10 ár.

Nem­ur 15% af lands­fram­leiðslu

Heild­ar­end­ur­stofn­v­irði of­an­greindra innviða er áætlað 3.493 millj­arðar króna en með því er átt við kaup­verð eða kostnaðar­verð sam­bæri­legra innviða með sömu fram­leiðslu og/​eða þjón­ustu­getu. Til sam­an­b­urðar stóðu heild­ar­eign­ir líf­eyr­is­sjóða lands­manna í 3.725 millj­örðum króna í lok júlí 2017. 

Upp­söfnuð viðhaldsþörf of­an­greindra innviða er met­in 372 millj­arðar króna sem nem­ur 15,4% af áætlaðri lands­fram­leiðslu þessa árs eða tæp­lega 11% af end­ur­stofn­v­irði. Telja skýrslu­höf­und­ar að einkaaðilar verði að koma að upp­bygg­ingu innviða. Hið op­in­bera geti ekki eitt og sér staðið að fram­kvæmd­um upp á hundruð millj­arða á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK