Kviku væntanlega falið að selja Lyfju

Á allra næstu vik­um mun ríkið ákveða með hvaða hætti Lyfja verður seld, seg­ir Þór­hall­ur Ara­son, stjórn­ar­formaður Lind­ar­hvols, sem ann­ast söl­una fyr­ir hönd rík­is­sjóðs.

Hag­ar áttu hæsta til­boðið í Lyfju í opnu útboði sem fram fór í októ­ber en Sam­keppnis­eft­ir­litið ógilti samrun­ann í júlí.

Þór­hall­ur reikn­ar með að Virðing (nú Kvika) muni, eins og í fyrri at­rennu, verða falið að ann­ast söl­una á Lyfju. „Ég á frek­ar von á því að sú þekk­ing verði nýtt sem hef­ur mynd­ast þar inn­an­dyra á verk­efn­inu,“ seg­ir hann.

Spurður hvort það sé erfiðleik­um bundið að ganga til samn­inga við þá sem áttu næst­hæsta til­boðið á sín­um tíma svar­ar hann, að nokkuð langt sé um liðið frá því að útboðið hafi átt sér stað.

Sam­kvæmt kaup­samn­ingi Haga var heild­ar­verðmæti Lyfju, en þá er horft til virðis hluta­fjár og skulda, um 6,7 millj­arðar króna. Lyfja rek­ur 39 apó­tek.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK