Mun kjósa þann flokk hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá

Frá fundinum í Háskólabíói.
Frá fundinum í Háskólabíói. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýsti því yfir á fundi sem nú stendur yfir í Háskólabíói að hann muni kjósa þann flokk sem hefur afnám verðtryggingar á sinni stefnuskrá í komandi alþingiskosningum við mikil fagnaðarlæti fundargesta. Verkalýðsfélag Akraness og VR standa fyrir fundinum en yfirskrift hans er Guð blessi heimilin: Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar.  

„Ástæðan fyrir því að við boðum til fundarins er að níu ár eru liðin frá bankahruninu en líka til að vekja athygli á þessu brýna hagsmunamáli íslendinga, okurvöxtum og verðtryggingu,“ sagði Ragnar og bætti því við að vaxtamál og verðtrygging hafi verið honum mjög hugleikin undanfarin ár. 

„Ég mun kjósa þann flokk sem hefur afnám verðtryggingar á sinni stefnuskrá. Við þurfum dugmikla stjórnálamenn sem láta ekki úreltar hagfræðikenningar sem standast enga skoðun ráða för. Við þurfum stjórnmálamenn með bein í nefinu til að ganga í þessi mál, við höfum fengið dauðfæri á eftir dauðafæri til að ganga í þetta mál en ekkert hefur gengið,“ sagði Ragnar í erindi sínu á fundinum. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá spurði Ragnar hvort botninum væri náð í vaxtamálum hér á landi og fór yfir þann mismun sem er á vaxtakjörum innlána og og útlána í viðskiptabönkunum. „Ef þetta er botninn þá verðum við að fara að gera eitthvað í hagstjórninni hérna og skipta út fólki. Þetta getur ekki gengið svona lengur, það sér það hver heilvita maður að þetta er algjört brjálæði.“

Loks spurði Ragnar hvað væri til ráða og lýsti því yfir að rót vandans væri hagstjórn landsins og getuleysi stjórnmálamanna til að sniðganga hagfræðikenningar og möntrur sem standast engin vandamál. „Kjósendur verða að standa í lappirnar og kjós flokka sem hafa raunverulega hugmyndir í vaxtamálum og vilja afnema verðtryggingu. Við þurfum að hætta að kjósa flokka sem kveða hálfkveðnar vísur og segjast ætla að draga úr vægi verðtryggingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK