Skoða gjaldtöku á Reykjanesi

Krýsuvíkurberg.
Krýsuvíkurberg. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Reykja­nes Geopark hef­ur óskað eft­ir af­stöðu sveit­ar­fé­laga á svæðinu til hugs­an­legr­ar gjald­töku á ferðamanna­stöðum.  

„Við erum að kanna af­stöðu sveit­ar­fé­laga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjár­magna upp­bygg­ingu. Ef þau meta það þannig að gjald­taka sé ein þeirra leiða kom­um við til með að skoða það áfram,“ seg­ir Eggert Sól­berg Jóns­son, verk­efn­is­stjóri Reykja­nes Geopark.

Eggert seg­ir að Reykja­nes Geopark leggi gjald­tök­una ekki til, ein­ung­is sé verið að óska eft­ir af­stöðu sveit­ar­fé­laga. Á næsta stjórn­ar­fundi Reykja­nes Geopark í des­em­ber verður málið tekið fyr­ir en stjórn­in er skipuð full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna. 

Jarðvang­ur (e. geopark) er svæði sem inni­held­ur merki­leg­ar jarðminj­ar og kem­ur þeim á fram­færi. Jarðvang­ur­inn á Reykja­nesi nær yfir allt land sveit­ar­fé­laga Grinda­vík­ur­bæj­ar, Reykja­nes­bæj­ar, Sand­gerðis­bæj­ar, Garðs og Voga og er sam­tals 825 km2 að stærð. 

Á Reykja­nesi eru ýms­ir vin­sæl­ir ferðamannastaðir svo sem Garðskaga­viti, Krísu­vík og nátt­úru­laug­in Brim­ketill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK