Erlent fjármagn flæðir inn í Kauphöllina

Er­lend fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki eiga að minnsta kosti 41 millj­arð króna í Kaup­höll Íslands en fyr­ir tveim­ur árum stóð upp­hæðin í rúm­um 15 millj­örðum. Inn­flæðið á ís­lenska hluta­bréfa­markaðinn síðustu tvö ár nem­ur því 26 millj­örðum sem jafn­gilda næst­um því virði alls hluta­fjár í N1. 

Það sem af er ári hef­ur nokkuð borið á er­lend­um fjár­fest­ing­um í skráðum hluta­fé­lög­um á Íslandi. Blaðamaður mbl.is rýndi í gögn Kaup­hall­ar­inn­ar frá 2. nóv­em­ber 2017 um 20 stærstu hlut­hafa skráðra hluta­fé­laga í Kaup­höll­inni til þess að draga upp mynd af um­svif­um er­lendra aðila. 

Um­svifa­mest­ur er vog­un­ar­sjóður­inn Eaton Vance Mana­gement en fjár­fest­ing­ar hans hér á landi fara gegn­um sex sjóði. Eaton Vance var meðal þeirra fé­laga sem stjórn­völd gerðu til­boð um kaup á á af­l­andskrónu­eign­um í vor. 

Sjóður­inn á hluta­bréf í að minnsta kosti níu fé­lög­um; Eim­skip, Trygg­inga­miðstöðinni, Reit­um, Hög­um, Sjóvá, Reg­in, VÍS, Eik og Sím­an­um. Sam­tals nema eign­ir sjóðsins í þess­um fé­lög­um rúm­um 16 millj­örðum ís­lenskra króna. Eaton Vance á hlut­falls­lega mest í VÍS og nem­ur hlut­ur­inn 6,64%. 

Næst kem­ur The Yucaipa Comp­anies sem á 13,7 millj­arða hlut í Eim­skip, rúm 25%. Hlut­ur­inn féll í hend­ur banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lags­ins sem var meðal lán­ar­drottna Eim­skips í end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins árið 2009. Þá nam hlut­ur­inn 32% en árið 2012 seldi Yucaipa 7% til Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. 

Well­ingt­on Mana­gement hef­ur meira en 106 bill­jón­ir ís­lenskra króna í stýr­ingu. Eign­ir fé­lags­ins hér á landi nema rúm­um 4,1 millj­arði króna sem dreif­ist á fimm fé­lög; Eim­skip, N1, Nýherja, Haga og Sím­ann. Það dró ný­lega úr hlut sín­um í N1, úr 5,3% í 4,39%.

Fyr­ir rúmu ári und­ir­ritaði Kvika banki sam­starfs­samn­ing við Well­ingt­on Mana­gem­ent um sölu og dreif­ingu á hluta­bréfa­sjóðnum Global Quality Growth.

Op­in­ská­ir með um­svif­in

For­svars­menn breska vog­un­ar­sjóðsins Lans­dow­ne Part­nes hafa talað op­in­skátt um að fjár­festa á Íslandi. Í sum­ar var haft eft­ir ein­um sjóðstjóra fé­lags­ins að á Íslandi væru tæki­færi sem erfitt væri að finna ann­ars staðar í heim­in­um. 

Lans­dow­ne hef­ur nú keypt í þrem­ur fé­lög­um; N1, Fjar­skipt­um og Sím­an­um. Sjóður­inn á hlut­falls­lega mest í Fjar­skipt­um, rúm 7,5%. Hlut­ur þess í N1 nem­ur tæp­um 5,8% en í Sím­an­um á það tæp 1,9%. Þegar allt er tekið sam­an á Lans­dow­ne rúma 3,6 millj­arða af skráðum ís­lensk­um hluta­bréf­um. 

Fimmta og síðasta er­lenda fyr­ir­tækið sem kem­ur fyr­ir á lista Kaup­hall­ar­inn­ar er Mit­on Group sem er breskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag. Fjár­fest­ing þess nem­ur tæp­um 3,6 millj­örðum króna og á það hlut í Trygg­inga­miðstöðinni, Sjóvá, VÍS og Sím­an­um. 

Er­lendu fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­in fimm eiga sam­tals 10,3% í of­an­greind­um hluta­fé­lög­um en hlut­fallið lækk­ar niður í 5,2% þegar hin hluta­fé­lög­in eru tek­in með í reikn­ing­inn, þ.e. Icelanda­ir, Mar­el, Skelj­ung­ur og HB Grandi, en viðskipt­um með hluta­bréf í Öss­uri verður hætt næstu mánaðamót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK