Meiri einkaneysla á mann en árið 2007

mbl.is/Kristinn Magnússon

Einkaneysla á mann verður tæplega prósentu meiri en árið 2007 á næsta ári. Útlit er fyrir að í ár, og næstu ár, muni einkaneyslan vaxa umfram kaupmáttaraukningu sem þýðir að draga muni úr sparnaði. 

Þetta kom fram í kynningu greiningardeildar Arion banka í vikunni á hagspá fyrir árin 2017-2020. Einkaneysla vex um 8,2% í ár og 5,3% á næsta ári samkvæmt spánni. 

„Við höfum séð að þetta ár er fyrsta árið í einhvern tíma þar sem kaupmáttur launa vex minna en einkaneyslan, sem þýðir að þetta er í raun fyrsta árið þar sem heimilin eru ekki að spara,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.

„Vöxtur einkaneyslu í ár er meiri en árið 2007 en þrátt fyrir það er hún í heildina minni á hvern einstakling. Á næsta ári tekur einkaneysla á hvern einstakling hins vegar fram úr því sem var árið 2007 og verður tæplega prósentu meiri.“

Úr hagspá Arion banka.

Erna Björg segir að þessi aukna neysla endurspeglist í sterkum innflutningstölum en hún setur fyrirvara þar sem þættir úr ferðaþjónustunni geti slæðst inn í útreikninginn. Hún telur ekki tilefni til að hafa áhyggjur af vexti einkaneyslu án þess að setja hann í samhengi við aðrar hagstærðir. 

„Það þarf að setja þetta í samhengi við aðrar stærðir og það er enn ekki tilefni til að hafa áhyggjur vegna þess að einkaneyslan er ekki drifin áfram af skuldsetningu,“ segir Erna Björg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK