Dómur EFTA geti „ógnað lýðheilsu“

mbl.is/Kári

Bænda­sam­tök Íslands harma niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins og telja hann geta valdið ís­lensk­um land­búnaði miklu tjóni og ógnað bæði lýðheilsu og búfjár­heilsu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Bænda­sam­tök­un­um vegna máls­ins. Þar seg­ir að málið sé þýðing­ar­mikið hags­muna­mál ís­lensks land­búnaðar og að fjöl­marg­ir hafi bent á þá áhættu sem fel­ist í aukn­um inn­flutn­ingi á hráu kjöti og óger­il­sneydd­um mjólk­ur­vör­um og hrá­um eggj­um. EFTA-dóm­stóll­inn kom­ist að niður­stöðunni þrátt fyr­ir mótrök fjölda aðila úr heil­brigðis­geir­an­um, bænda og bú­vís­inda­manna. 

Tekið er fram að Ísland sé ekki aðili að evr­ópsk­um trygg­ing­ar­sjóðum sem bæta tjón ef upp koma al­var­leg­ar sýk­ing­ar í land­búnaði og þyrfti rík­is­valdið ásamt bænd­um að bera slík­ar byrðar.

Sindri Sig­ur­geirs­son, formaður Bænda­sam­tak­anna, seg­ir dóm­inn valda von­brigðum en bænd­ur muni ekki gef­ast upp.

„Við höf­um bar­ist í þess­um mál­um um ára­bil og erum núna að skoða næstu skref í sam­vinnu við okk­ar lög­fræðinga og ráðgjafa. Hvað sem öðru líður þá mun­um við áfram verja okk­ar stöðu sem er ein­stök. Það hef­ur komið skýrt fram í umræðu um þessi mál að okk­ar fær­ustu vís­inda­menn í sýkla­fræði og bæði manna- og búfjár­sjúk­dóm­um hafa varað sterk­lega við inn­flutn­ingi á hráu kjöti og öðrum þeim vör­um sem geta borið með sér smit. Við eig­um hreina og heil­brigða búfjár­stofna og erum hepp­in að því leyti að mat­væla­sýk­ing­ar eru fátíðar hér­lend­is. Það er bein­lín­is skylda okk­ar að viðhalda þeirri góðu stöðu,“ seg­ir Sindri.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að sérstaða ís­lensks land­búnaðar fel­ist meðal ann­ars í því að hér sé búfjár­heilsa góð og sýkla­lyfja­notk­un í land­búnaði í al­gjöru lág­marki. Sýkla­lyfja­ónæmi sé tal­in ein helsta lýðheilsuógn mann­skyns á næstu ára­tug­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK