Trumpchi íhugar nafnbreytingu

Wikipedia/El monty

Kín­verski bíla­smiður­inn Trumpchi íhug­ar að breyta um nafn til þess að höfða bet­ur til banda­rískra neyt­enda en fyr­ir­tækið ætl­ar að herja á Banda­ríkja­markað árið 2019. 

Það er aðeins til­vilj­un að nafn bíla­smiðsins lík­ist nafni Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og á það ræt­ur að rekja aft­ur til árs­ins 2010, löngu áður en Trump fór í fram­boð, að því er kem­ur fram í frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC

Rík­is­fyr­ir­tækið GAC Group fram­leiðir Trumpchi en yf­ir­hönnuður þess sagði fyrr á ár­inu að fólk hlægi að nafn­inu og tæki mynd­ir af því til að birta á sam­fé­lags­miðlum. „Þegar við lás­um um­sagn­ir fólks áttuðum við okk­ur á því að þetta væri kannski ekki besta aug­lýs­ing­in fyr­ir vörumerkið.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK