Hönnunarverslunin Kraum sem hefur verið til húsa í kjallarahúsnæði í Bankastræti hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.
Kraum var komið á fót árið 2007 og var með starfsemi í Aðalstræti 10 í Reykjavík. Margir íslenskir hönnuðir áttu vörur í versluninni, allt frá litlum skrautmunum og gjafavöru til hátískufatnaðar. Þá var mikið úrval af vörum frá Norðurlöndunum.
Minjavernd sagði upp leigusamningi við Kraum vegna hússins í Aðalstræti 10 í Reykjavík árið 2016 og flutti verslunin þá í Bankastræti.