„Stanslaust Þorláksmessurennsli“

Frá svarta föstudeginum í fyrra.
Frá svarta föstudeginum í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

„Erillinn hefur verið mjög mikill. Það kom skot strax í morgun og svo róaðist þetta en upp úr hádegi hefur verið stanslaust Þorláksmessurennsli,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO.

ELKO hefur fært svartan föstudag yfir alla vikuna og hafa öll tilboðin gilt á meðan birgðir endast. Bragi segir að röðin nái um alla verslunina.

„Það eru allir kassar mannaðir og við settum upp hraðkassa fyrir greiðslukort. Þetta gengur nokkuð hratt fyrir sig þó að raðirnar geti verið langar.“

Auk þess er dagurinn í dag sá langstærsti í netversluninni frá upphafi. 

„Við erum að sjá gríðarlega aukningu á vefnum. Gærdagurinn var stærsti dagurinn í netversluninni frá upphafi og dagurinn í dag virðist ætla vera 2,5-falt stærri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK