Fataverslunin að flytjast heim

Ný verslun Next í Kringlunni.
Ný verslun Next í Kringlunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Versl­un­in er byrjuð að flytj­ast heim, við sjá­um það greini­lega,“ seg­ir Har­ald­ur Bergs­son, ann­ar af tveim­ur nýj­um eig­end­um Next á Íslandi, sem opnaði nýja versl­un í Kringl­unni í nóv­em­ber. 

Har­ald­ur var um nokk­urra ára skeið fram­kvæmda­stjóri Next á Íslandi en lét af störf­um um mitt ár 2016 og var ráðinn fram­kvæmda­stjóri Múr­búðar­inn­ar. Hann og Jón Eggert Halls­son, viðskipta­fé­lagi hans, náðu samn­ing­um við Next UK í haust og unnu dag og nótt til að ná að opna versl­un­ina fyr­ir jól­in. 

„Það eru ansi mörg hand­tök sem þarf til að opna svona búð,“ seg­ir Har­ald­ur.

Hann seg­ir að nýja rýmið, sem tel­ur 800 sölu­fer­metra, henti mun bet­ur en fyrra rými sem var ríf­lega 1.400 fer­metr­ar á tveim­ur hæðum í Kringl­unni

„Rýmið nýt­ist okk­ur af­skap­lega vel. Við lækkuðum verð um allt að 30%, bæði vegna styrk­ing­ar krón­unn­ar en einnig vegna þess hversu hag­kvæmt það er að vera á einni hæð,“ seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að það hafi komið viðskipta­vin­um á óvart hversu lágt verðið sé.

Sam­bæri­legt verð og er­lend­is 

Hann seg­ist sjá tæki­færi í fata­versl­un á Íslandi þar sem sam­keppn­is­staða henn­ar hafi styrkst mjög að und­an­förnu. 

„Ég er mjög bjart­sýnn á framtíð fata­markaðar­ins hér heima þar sem versl­an­ir geta nú boðið upp á sam­bæri­legt verð og þekk­ist er­lend­is. Fólk get­ur keypt föt á sig og sína hérna heima og notið ut­an­lands­ferðanna án þess að burðast með poka í báðum hönd­um og troðfylla tösk­urn­ar af keypt­um föt­um fyr­ir heim­ferðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK