800 milljónir gætu misst vinnuna

Vélmenni taka yfir hin ýmsu störf smám saman.
Vélmenni taka yfir hin ýmsu störf smám saman. AFP

Fram til ársins 2030 gætu allt að 800 milljónir á heimsvísu misst vinnu sína til vélmenna og vélvæðingar. Það jafngildir meira en fimmtungi af vinnuafli heimsins í dag.

Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um nýja skýrslu McKinsey & Co sem náði yfir 46 lönd og 800 starfsheiti. Í skýrslunni segir að vélmennavæðingin hafi áhrif á bæði iðnríkin og þróunarríkin. Þá eru vélvirkjar, afgreiðslufólk og skrifstofustarfsmenn meðal þeirra starfstétta sem verða fyrir mestum áhrifum.

Jafnvel þó að vélmennavæðingin yrði ekki jafn hröð og gert er ráð fyrir er áætlað að um 400 milljónir missi vinnuna á næstu 13 árum. Hins vegar eru góðu fréttirnar þær að ný störf skapast í staðinn, til dæmis í öldrunarhjúkrun, tækni og garðyrkju.

„Við þurfum að breytast og læra að gera nýja hluti með tímanum,“ segir Michael Chui hjá McKinsey við fréttastofu Bloomberg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK