Björn Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kynnisferða. Björn var fyrir rekstrarstjóri hópbifreiða Kynnisferða, en hefur tímabundið gegnt starfi framkvæmdastjóra frá því í haust.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Björn hefur víðtæka reynslu af rekstri og var meðal annars framkvæmdastjóri bílaleigunnar ALP ehf. (AVIS og Budget) og fjármálastjóri Bláa lónsins. Til Kynnisferða kom hann frá Bílabúð Benna þar sem hann hafði frá árinu 2012 gegnt starfi framkvæmdastjóri bílasviðs og þar áður starfi fjármálastjóra hjá sama fyrirtæki. Björn er með cand.oecon. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Kolbrúnu Sigurþórsdóttur lyfjatækni og eiga þau þrjú börn á aldrinum 7 til 12 ára auk þess sem Björn á tvítugan son, að því er segir í tilkynningunni.