Safna eignum undir gistingu

Gististaðir tengdir Mannverki og Ólafi Ólafssyni.
Gististaðir tengdir Mannverki og Ólafi Ólafssyni. mbl.is

Eigendur fasteignaþróunarfélagsins Mannverks hafa keypt fjölda fasteigna í Reykjavík undir gististarfsemi. Félagið starfar náið með Ólafi Ólafssyni, sem gjarnan er kenndur við Samskip.

Það samstarf nær m.a. til tveggja fyrirhugaðra hótela á Tryggvagötu og Héðinsreit. Fyrrnefnda hótelið verður opnað á næsta ári en óvíst er hvenær uppbygging á Héðinsreit hefst. Á vef Festis segir að félagið Ívarssel hafi verið stofnað um uppbygginguna. Það sé í eigu Festis og Mannverks.

Festir, félag Ólafs og konu hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur, er að breyta Suðurlandsbraut 18 í hótel. Þá kom fram í fjölmiðlum í haust að Festir undirbýr 150 herbergja hótel á landi Eiðhúsa á Snæfellsnesi. Þá má nefna að Festir hyggst byggja íbúðir á Gelgjutanga í Reykjavík, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK