Endurskoða ætti lífeyrissjóðakerfið

Magnús Óli Ólafsson.
Magnús Óli Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Óli Ólafs­son, for­stjóri Innn­es og formaður Fé­lags at­vinnu­rek­enda, seg­ir æski­legt að end­ur­skoða líf­eyr­is­sjóðakerfið.

„Þurf­um við svona marga líf­eyr­is­sjóði með all­an þenn­an fjölda stjórn­ar­manna með til­heyr­andi kostnaði?,“ spyr Magnús Óli í sam­tali í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Hon­um svíður hve lágt hlut­fall af greidd­um laun­um lands­manna fer í þeirra vasa. Vinnu­veit­andi þarf að greiða tæp­lega 700 þúsund krón­ur vegna vinnu­fram­lags starfs­manns sem er með 500 þúsund krón­ur á mánuði.

„Af tæp­lega 700 þúsund króna greiðslu fara 343 þúsund, eða um helm­ing­ur, til launþeg­ans. Það sem meðal ann­ars leiðir til auk­ins launa­kostnaðar fyr­ir at­vinnu­lífið er að líf­eyr­is­greiðslur hafa hækkað um­tals­vert á umliðnum árum. Ég spyr mig: Er þörf á þess­um auknu út­gjöld­um á sama tíma og líf­eyr­is­sjóðirn­ir fara vax­andi? Væri ekki nær að stærri hluti laun­anna færi til launþega?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK