Endurskoða ætti lífeyrissjóðakerfið

Magnús Óli Ólafsson.
Magnús Óli Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes og formaður Félags atvinnurekenda, segir æskilegt að endurskoða lífeyrissjóðakerfið.

„Þurfum við svona marga lífeyrissjóði með allan þennan fjölda stjórnarmanna með tilheyrandi kostnaði?,“ spyr Magnús Óli í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Honum svíður hve lágt hlutfall af greiddum launum landsmanna fer í þeirra vasa. Vinnuveitandi þarf að greiða tæplega 700 þúsund krónur vegna vinnuframlags starfsmanns sem er með 500 þúsund krónur á mánuði.

„Af tæplega 700 þúsund króna greiðslu fara 343 þúsund, eða um helmingur, til launþegans. Það sem meðal annars leiðir til aukins launakostnaðar fyrir atvinnulífið er að lífeyrisgreiðslur hafa hækkað umtalsvert á umliðnum árum. Ég spyr mig: Er þörf á þessum auknu útgjöldum á sama tíma og lífeyrissjóðirnir fara vaxandi? Væri ekki nær að stærri hluti launanna færi til launþega?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK