Hefur víðtæk áhrif ef af verður

Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall sunnudagin 17. desember hafi …
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall sunnudagin 17. desember hafi samningar ekki náðst. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Boðað verkfall flugvirkja Icelandair veldur ferðamálayfirvöldum áhyggjum að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra. „Öll verkföll valda okkur áhyggjum,“ segir hann. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með sunnudeginum 17. desember hafi ekki náðst samningar í launadeilu þeirra, sem hefur verið hjá ríkissáttasemjara frá því í september. 

Elías kveðst ekki hafa yfirlit yfir hve mörg flug á dag slíkt verkfall kunni á hafa áhrif á, en hins vegar hafi þróunin sl. áratug verið sú að verkfall nú hafi minni áhrif en það hefði haft fyrir 10 árum síðan. „Þó að verkföll séu alltaf alvarlegt mál þá eru nú mun fleiri flugfélög að fljúga til landsins og skaðinn því  minni hvað það varðar að verkfallið snertir bara eitt félagið.“

Það bæti þó  ekki skaðann fyrir þeim sem fyrir honum verða, en umferð til og frá landinu muni að minnsta kosti ekki stöðvast. „Að því leytinu er höggið ekki jafn þungt ef af verður,“ segir Elías.„Við vonum þó að sjálfsögðu að deiluaðilar nái samkomulagi áður en að verkfalli kemur.“

Elías segir erfitt að slá á tölu varðandi þann kostnað sem verkfall flugvirkja kunni að hafa í för með sér. „Það fer eftir því hvaða hópa þetta hittir fyrir og hve lengi fólk hefur ætlað sér að dvelja á landinu.“ Icelandair geti mögulega slegið á slíka tölu hjá sér. „En svo eru það gistiaðilar, veitingastaðir, afþreyingaaðilar og verslunin, þannig að þetta hefur mjög víðtæk áhrif ef af verður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK