Átta milljónir í áfengi og leigubíla

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ráðuneyt­in keyptu áfengi og leigu­bílaþjón­ustu fyr­ir 8 millj­ón­ir á síðustu fjór­um mánuðum en mest­ar tekj­ur af ráðuneyt­un­um hafði hug­búnaðarfyr­ir­tækið Hug­vit. 

Þess­ar upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á vefsíðunni Opn­ir­reikn­ing­ar.is sem var komið á lagg­irn­ar í haust. Þar koma fram sund­urliðaðar upp­lýs­ing­ar um greidda reikn­inga ráðuneyta úr bók­haldi rík­is­ins sem ná aft­ur til 1. ág­úst. 

Í heild hafa inn­kaup ráðuneyt­anna á vör­um og þjón­ustu numið 413 millj­ón­um króna á tíma­bil­inu. Eins og áður sagði hafa ráðuneyt­in keypt mest af hug­búnaðarfyr­ir­tæk­inu Hug­vit sem þróar og þjón­ust­ar mála- og skjala­stjórn­un­ar­kerfið GoPro. Greiðslur til þess námu 19,3 millj­ón­um. 

Næst kem­ur Eik fast­eigna­fé­lag sem hafði 18,6 millj­ón­ir í tekj­ur af leigu­samn­ing­um við ráðuneyt­in á þess­um fjór­um mánuðum, síðan TM Software með 17,5 millj­ón­ir og mannauðsráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Attent­us með 13,2 millj­ón­ir. 

Tvær millj­ón­ir í áfengis­kaup

Ráðuneyt­in keyptu vör­ur í Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins fyr­ir rétt rúm­ar tvær millj­ón­ir, eða um hálfa millj­ón á hverj­um mánuði. Mest mun­ar um staka pönt­un ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins frá 6. nóv­em­ber sem hljóðar upp á meira en eina millj­ón króna.

Kaup á leigu­bílaþjón­ustu hjá Hreyfli námu 5,9 millj­ón­um króna sem gera 49 þúsund krón­ur á hverj­um degi að meðaltali. Greiðslur til tón­list­ar­húss­ins Hörpu námu 2,7 millj­ón­um en lang­stærsti liður­inn var fund­ar­gjald upp á 2,2 millj­ón­ir sem stílað var á um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið. 

Þá má finna reikn­ing frá Bláa lón­inu upp á 400 þúsund krón­ur, stílaðan á At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Er skýr­ing færsl­unn­ar „Risna, önn­ur“.

Upp­fært: 

Upp­haf­lega kom fram að millj­ón króna reikn­ing­ur frá ÁTVR væri stílaður á at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Hið rétta er að reikn­ing­ur­inn var stílaður á ut­an­rík­is­ráðuneytið. Einnig var kostnaður vegna Bláa lóns­ins rang­lega stílaður á fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK