Apple hefur staðfest grunsemdir margra iPhone- eigenda um að það hafi hannað iPhone-snjallsímana þannig að á þeim hægist með tímanum.
Marga hefur grunað Apple um að hægja vísvitandi á snjallsímunum í því skyni að hvetja fólk til þess að kaupa nýjustu gerðina. Grunsemdir vöknuðu þegar eigendur iPhone 6 tóku eftir því að virkni snjallsímans breyttist eftir því hvort rafhlaðan var ný eða gömul.
Í tilkynningu frá Apple sem fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá staðfestir Apple þessar grundsemdir en ber fyrir sig að tilgangurinn hafi verið að vega upp á móti hrörnun rafhlöðunnar.