Spyr um lögmæti flugpunkta og mjólkurmiða

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata. mbl.is/Golli

Smári McCart­hy, þingmaður Pírata, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sem snýr meðal ann­ars að því hvort að lög­legt sé að búa til Monopoly-pen­inga, mjólk­ur­miða og flug­punkta.  

Í fyr­ir­spurn­inni er vísað til 154. grein­ar hegn­ing­ar­laga sem er svohljóðandi: „Sekt­um eða [fang­elsi] allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem án heim­ild­ar í lög­um býr til, flyt­ur inn eða læt­ur úti hand­hafa­bréf, sem notuð kunna að verða til þess að ganga sem gjald­miðill manna á milli, hvort held­ur al­mennt eða inn­an sér­staks flokks manna, eða vænta má, að notuð verði á þann hátt. Ákvæði þess­ar­ar grein­ar taka ekki til er­lendra pen­inga­seðla.“ 

Spyr Smári hvernig hug­tök­in hand­hafa­bréf, er­lend­ur pen­inga­seðill, gjald­miðill, búa til, flytja inn og að láta úti séu skil­greind í þessu sam­hengi.

Enn frem­ur spyr hann hvort að spila­pen­ing­ar úr Monopoly-spil­inu, mjólk­ur­miðar gefn­ir út af skóla, ávís­un á er­lenda bankainn­stæðu, út­prent­un á tölvu­pósti með lof­orði um greiðslu í framtíðinni, flug­punkt­ar hjá flug­fé­lagi sem heim­il­ar milli­færsl­ur milli viðskipta­vina og inn­eign­arnóta frá versl­un sem er stíluð á hand­hafa falli und­ir grein­ina. 

Lög fyr­ir aðra tíma

Smári seg­ir í sam­tali við mbl.is að ým­is­legt í hegn­ing­ar­lög­um hafi verið skrifað fyr­ir ann­an tíma en við búum við í dag. „Þessi kafli fjall­ar um pen­ingafals og er bú­inn til á tíma þegar alþjóðleg viðskipti voru minni í sniðum og ra­f­ræn viðskipti voru ekki til.“ 

Þá seg­ir Smári að í ljósi framþró­un­ar í ra­f­ræn­um viðskipt­um sé nauðsyn­legt að fá skiln­ing á því hvernig grein­in sé túlkuð, hvað orðin þýði og hvernig ráðuneytið beiti þessu. 

„Þessi atriði eru á gráu svæða sam­kvæmt orðalagi grein­ar­inn­ar og þess vegna skipt­ir túlk­un­in svona miklu máli. Ég á ekki von á því að neitt af þess­um atriðum verði túlkað á refsi­verðan hátt og ég býst ekki við því að ein­hver verði ákærður fyr­ir að vera hand­hafi Monopoly-pen­inga en út frá þess­ari spurn­ingu um þróun fjár­mála­gern­inga er þetta for­vitni­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka