Yfirdráttarheimildir fara nokkuð lækkandi

Ef ís­lensk heim­ili full­nýttu þær yf­ir­drátt­ar­heim­ild­ir sem þau hafa fengið hjá bönk­un­um næmi vaxta­kostnaður vegna þess um 9,7 millj­örðum króna á ári. Al­menn­ir yf­ir­drátt­ar­vext­ir liggja í dag á bil­inu 11,95% og 12%.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem ViðskiptaMogg­inn hef­ur aflað frá bönk­un­um og Seðlabanka Íslands virðast heim­il­in þó aðeins draga á inn­an við helm­ing þeirra heim­ilda sem þau hafa rétt á sam­kvæmt samn­ing­um við bank­ana.

Sam­kvæmt töl­um sem Seðlabanki Íslands held­ur utan um námu yf­ir­drátt­ar­heim­ild­ir ís­lenskra heim­ila 81,2 millj­örðum króna í októ­ber síðastliðnum. Er heim­ild­in álíka há og í októ­ber í fyrra þegar hún nam rétt­um 81 millj­arði króna á þáver­andi verðlagi. Töl­urn­ar sýna hins veg­ar að heim­ild­irn­ar hafa farið lækk­andi á síðustu árum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK