Stærstu vistaskiptin í viðskiptalífinu 2017

Samsett mynd

Árið sem nú er næstum liðið var ekki laust við stórtíðindi í viðskiptalífinu. Framkvæmastjórar til margra ára létu af störfum og nýir stjórnendur komu á sjónarsviðið. Hér eru mest lesnu vistaskiptin árið 2017. 

Það dró til tíðinda þegar Birk­ir Hólm Guðna­son lét af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Icelandair samhliða tilkynningu um breyt­ing­ar á skipu­lagi sam­stæðunn­ar sem fólu í sér samþættingu á starfsemi hennar. Birk­ir var ráðinn fram­kvæmda­stjóri í maí 2008 og hafði þá starfað hjá Icelanda­ir um ára­bil. 

Ragnhildur Geirsdóttir var í sumar ráðin aðstoðarforstjóri WOW air en hún hafði síðustu fimm ár gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar og upp­lýs­inga­tækni hjá Lands­bank­an­um. Í kjölfar ráðningarinnar sneri Skúli Mogensen forstjóri sér að langtíma stefnumótun og uppbyggingu félagsins erlendis. 

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir tók við starfi bankastjóra Lands­bank­ans í vor. Hún hafði starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og á ár­un­um 2008 til 2016 stýrði Lilja starf­semi, eignaum­sýslu og end­ur­heimt eigna gamla Lands­banka Íslands í London. Hún tók við af Steinþóri Pálssyni sem hafði verið bankastjóri 2010.

Umtalsverðar breytingar áttu sér stað í Íslandsbanka í vor þegar Tryggvi Björn Davíðsson, fram­kvæmda­stjóri markaða hjá Íslands­banka, Elín Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri VÍB, og Ingólf­ur Bend­er, aðal­hag­fræðing­ur hjá grein­ing­ar­deild Íslands­banka, létu af störfum ásamt 17 öðrum starfsmönnum bankans vegna skipulagsbreytinga. Jón Bjarki Bents­son tók við starfi aðal­hag­fræðing­s grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar en Ingólfur Bender var um sumarið ráðinn hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. 

Ármann Þorvaldsson settist í forstjórastólinn hjá Kviku banka í vor en hann hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar hjá Virðingu. Áður var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings frá 1997 til 2005 og framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi frá 2005 til ársins 2008. Þá var Marinó Örn Tryggvason ráðinn aðstoðarforstjóri bankans.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar samruni 365 miðla og Fjarskipta var til umsagnar hjá Samkeppniseftirlitinu tók Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­andi 365 miðla, við af Sæv­ari Frey Þrá­ins­syni sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins til þess að gegna starf­inu þangað til samruninn hlyti blessun eftirlitsins. Sævar Freyr tók hins vegar við starfi bæjarstjóra Akranesbæjar. 

Hætti eftir 40 ára starf

Magnús Krist­ins­son lét af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergur-Huginn eftir að hafa gegnt stöðunni í tæp 40 ár. Magnús seldi Berg-Huginn til Síldarvinnslunnar árið 2012. 

Sigrún Ragna Ólafsdóttir var ráðin nýr forstjóri Mannvits í vetur og tók við störfum af Sigurhirti Sigfússyni. Sigrún Ragna var for­stjóri VÍS frá 2011 til 2016 en þar áður var hún fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og rekst­urs hjá Íslands­banka frá 2008 til 2011. 

Helgi Bjarna­son ráðinn for­stjóri VÍS í vor en hann kom frá viðskipta­banka­sviði Ari­on banka þar sem hann hafði verið framkvæmdastjóri frá októ­ber 2011. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK