Epli lækkar verð á rafhlöðum

Snjallsímarnir iPhone 6 (t.h.) og stóri bróðir, iPhone 6 Plus.
Snjallsímarnir iPhone 6 (t.h.) og stóri bróðir, iPhone 6 Plus. AFP

Rafhlöður í snjallsímana iPhone 6 og 7 lækka í verði síðla janúar hjá Epli, endursölu- og dreifingaraðila Apple á Íslandi, í samræmi við tilkynningu Apple í gær. 

Þetta staðfestir Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri Eplis, í samtali við mbl.is. „Við munum að sjálfsögðu geta boðið upp á þetta prógramm hjá Apple.“

Apple hef­ur beðið viðskipta­vini sína af­sök­un­ar á því að hafa hægt á stýri­kerf­um eldri iP­ho­ne-síma. Bar Apple fyr­ir sig að til­gang­ur­inn hefði verið að vega upp á móti hrörn­un raf­hlöðunn­ar og hef­ur heitið því að veita þeim af­slátt af raf­hlöðum. Munu raf­hlöðurn­ar lækka úr 79 doll­ur­um í 29 doll­ara fyr­ir alla þá sem eiga iP­ho­ne-gerðirnar 6 eða 7 sem þurfa á nýrri raf­hlöðu að halda. Til­boðið mun gilda allt næsta ár. 

Guðni Rafn segist reikna með að verðlækkunin hér á landi verði hlutfallslega eins og Apple í Bandaríkjunum tilkynnti. Hins vegar sé erfitt að gefa upp nákvæma tölu þar sem nýr verðlisti Apple hafi ekki enn borist Epli. 

Aðspurður segir Guðni að fyrirtækinu hafi borist símtöl frá viðskiptavinum eftir að fréttaflutningur hófst í síðustu viku en þau hafi þó verið fá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK