Umdeilda peysan tekin úr sölu á Íslandi

Myndin sem birtist með peysunni sem The Weeknd hannaði.
Myndin sem birtist með peysunni sem The Weeknd hannaði.

H&M á Íslandi harmar að mynd hafi verið tekin af svörtum dreng í peysu með áletrun sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur fyrirtækið ákveðið að taka peysuna úr sölu hér á landi. 

Greint var frá því á mbl.is í dag að kanadíski tón­list­armaður­inn Abel Tes­faye, sem kall­ar sig The Weeknd, hefði ákveðið að vinna ekki aft­ur fyr­ir H&M eft­ir að fyr­ir­tækið birti mynd­ina. Á henni má sjá svart­an strák í hettupeysu en á henni stend­ur: Sval­asti ap­inn í frum­skóg­in­um (e. Coolest Mon­key in the jungle).

Í tilkynningu frá H&M á Íslandi segir að fyrirtækið harmi að þessi mynd hafi verið tekin og er beðist innilegrar afsökunar. 

„Við höfum gert mikil mistök og því höfum við ákveðið að bæði fjarlægja myndina af öllum okkar miðlum og sömuleiðis taka peysuna úr sölu í öllum verslunum. Enn og aftur biðjumst við afsökunar á þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK