Nýjasta auglýsing IKEA í Svíþjóð hefur vakið mikla athygli og ekki er það furða. Sænski húsgagnasmiðurinn býður óléttum konum að pissa á auglýsinguna, sem hefur innbyggt óléttupróf, og fá afslátt í staðinn.
Greint er frá þessu í frétt AdWeek. Þar kemur fram að í auglýsingunni sem birtist í tímaritinu Amelia sé innbyggt óléttupróf en í stað þess að gefa svarið „já“ eða „nei“ sýnir það hversu mikinn afslátt þú færð.
Ekki virðist annað koma til greina en að fara með gegnblauta auglýsinguna í IKEA-verslun í Svíþjóð til þess að geta fengið afsláttinn.
Ikea wants you to pee on this ad and if you’re pregnant, it'll give you a discount on a crib https://t.co/MjuUiQSkZz pic.twitter.com/wAMXt8IdkJ
— Adweek (@Adweek) January 9, 2018