Bitcoin í snörpum lækkunarfasa

AFP

Bitco­in hríðlækkaði í verði í dag niður í sex vikna lág­mark und­ir 12 þúsund Banda­ríkja­döl­um. Grein­end­ur rekja verðfallið til þess að víða séu yf­ir­völd byrjuð að kanna hvernig reglu­verk eigi að setja í kring­um raf­mynt­ina. 

Und­ir lok síðasta árs náði bitco­in há­marki í rúm­um 19 þúsund döl­um en síðan þá hef­ur raf­mynt­in fallið um 40% í verði og nam lækk­un­in í dag 20% þegar hún var sem mest. Aðrar stór­ar raf­mynt­ir lækkuðu einnig veru­lega í verði. 

„Að út­skýra verðsveifl­ur bitco­in er snúið en ástæðan að baki þessu hruni get­ur verið sú að þrýst­ing­ur á að setja reglu­verk um raf­mynt­ir er að magn­ast,“ seg­ir Neil Wil­son, grein­andi hjá ETX Capital við frétta­stofu AFP en yf­ir­völd í nokkr­um lönd­um, þar á meðal Kína og Suður-Kór­eu, hafa ein­sett sér að koma bönd­um á raf­mynt­ir. 

„Óviss­an sem magnaðist eft­ir frétt­ir af því að yf­ir­völd í Kína ætluðu að þrengja að bitco­in gæti leitt til frek­ari verðlækk­ana,“ seg­ir Lukm­an Ot­unuga, grein­andi hjá FXTM.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK