Katrín vill auðga sparibaukasafnið

Nokkrir sparibaukar úr sparibaukasafni Seðlabankans.
Nokkrir sparibaukar úr sparibaukasafni Seðlabankans. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heim­sótti Seðlabanka Íslands í gær og ræddi við stjórn­end­ur og annað starfs­fólk. 

Í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu seg­ir að Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri hafi tekið á móti Katrínu og kynnti um­fangs­mikla starf­semi bank­ans. Þau hafi meðal ann­ars rætt end­ur­skoðun á ramma pen­inga­stefnu sem nú er í vinnslu, stöðu efna­hags­mála og breyt­ing­ar sem orðið hafa á starf­semi Seðlabank­ans á síðustu árum. 

Þess er getið að hið stóra spari­bauka­safn bank­ans hafi verið hápunkt­ur heim­sókn­ar­inn­ar en Katrín er sögð mik­il áhuga­mann­eskja um spari­bauka. Spari­bauka­safn bank­ans sam­an­stend­ur af spari­bauk­um frá bönk­um og spari­sjóðum á síðustu öld.

Enn vant­ar þó ein­hverj­ar út­gáf­ur spari­bauka Íslands­sög­unn­ar í það og benti Katrín á að hún gæti aukið verðgildi safns­ins með nokkr­um bauk­um úr eig­in safni. Leist Seðlabanka­stjóra vel á þá hug­mynd, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni. 

Hluti spari­bauka­safns Seðlabanka og Þjóðminja­safns verður til sýn­is á Safn­anótt í Seðlabank­an­um föstu­dag­inn 2. fe­brú­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK