Katrín vill auðga sparibaukasafnið

Nokkrir sparibaukar úr sparibaukasafni Seðlabankans.
Nokkrir sparibaukar úr sparibaukasafni Seðlabankans. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Seðlabanka Íslands í gær og ræddi við stjórnendur og annað starfsfólk. 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi tekið á móti Katrínu og kynnti umfangsmikla starfsemi bankans. Þau hafi meðal annars rætt endurskoðun á ramma peningastefnu sem nú er í vinnslu, stöðu efnahagsmála og breytingar sem orðið hafa á starfsemi Seðlabankans á síðustu árum. 

Þess er getið að hið stóra sparibaukasafn bankans hafi verið hápunktur heimsóknarinnar en Katrín er sögð mikil áhugamanneskja um sparibauka. Sparibaukasafn bankans samanstendur af sparibaukum frá bönkum og sparisjóðum á síðustu öld.

Enn vantar þó einhverjar útgáfur sparibauka Íslandssögunnar í það og benti Katrín á að hún gæti aukið verðgildi safnsins með nokkrum baukum úr eigin safni. Leist Seðlabankastjóra vel á þá hugmynd, að því er kemur fram í tilkynningunni. 

Hluti sparibaukasafns Seðlabanka og Þjóðminjasafns verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum föstudaginn 2. febrúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka