„Samkeppnishæfnin orðin að engu“

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda.
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda. mbl.is/Rósa Braga

Svona ákv­arðanir eru ekki tekn­ar með litl­um fyr­ir­vara. Þetta er niðurstaða margra mánaða yf­ir­legu og rýni á mögu­leik­um í stöðunni,“ seg­ir Kristján Geir Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Odda. 

Greint var frá því á mbl.is í dag að 86 störf legg­ist af hjá Odda sam­hliða um­fangs­mikl­um breyt­ing­um hjá fyr­ir­tæk­inu. Inn­lend fram­leiðsla Odda á plast- og bylgju­um­búðum verður lögð niður. 

„Það eru ut­anaðkom­andi þætt­ir sem valda þessu. Þeir eru sterkt gengi og hár launa­kostnaður sem hef­ur orðið sí­fellt meira íþyngj­andi og hef­ur gert það að verk­um að sam­keppn­is­hæfni okk­ar er orðin að engu,“ seg­ir Kristján. 

Kristján tek­ur fram að Oddi sé ekki að fara að loka og að önn­ur starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins verði efld. 

„Við erum með sterk birgja­tengsl er­lend­is og mark­mið okk­ar er að bjóða viðskipta­vin­um okk­ar jafn­góða og jafn­vel betri þjón­ustu í fram­hald­inu.“

Hann seg­ir að mörg­um mögu­leik­um hafi verið velt upp í ferl­inu en niðurstaða eig­enda og stjórn­enda hafi verið sú að þess­ar breyt­ing­ar komi best út fyr­ir fé­lagið til lengri tíma litið. 

„Þó svo að á þess­um tíma­mót­um séum við að horfa á eft­ir mörg­um góðum fé­lög­um þá horf­um við stjórn­end­ur og eig­end­ur fé­lags­ins fram á það að við séum að efla fé­lagið á næstu miss­er­um.“

Hætta fram­leiðslu í apríl

Fram­leiðslu á plast- og bylgju­um­búðum verður haldið áfram þangað til í apríl og býðst flest­um sem var sagt upp í dag að vinna út upp­sagn­ar­frest­inn. 

„Ég ít­reka það að við höf­um lagt okk­ur fram við það að koma sem best fram við það fólk sem er að yf­ir­gefa okk­ur núna. Við höf­um unnið í nánu sam­starfi við verka­lýðsfé­lög og aðra til að geta komið að því að aðstoða fólkið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK