Fljótara að þétta en útvíkka

Mikil uppbygging á sér nú stað í miðborg Reykjavíkur. Henni …
Mikil uppbygging á sér nú stað í miðborg Reykjavíkur. Henni fylgja margir kranar mbl.is/​Hari

Hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík en óbyggðu landi. Ástæðan er sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki og vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum. 

Þetta eru niðurstöður greiningar sem byggingarfulltrúi Reykjavíkuborgar gerði og greint er frá á heimasíðu borgarinnar

Gerð var greining á íbúðabyggingum á tímabilinu 2013 til 2017 sem byggði á málaskrá byggingarfulltrúa og miðaðist við tímasetningu á útgefnu byggingarleyfi og tímasetningu á skráðu fokheldi og lokaúttekt.

Ef eingöngu er litið til uppbyggingu fjölbýlis er meðalbyggingartími að fokheldi á þéttingarsvæðum 1,6 ár en 1,7 ár á byggingarsvæðum í úthverfum. Ef horft er á öll byggingarverkefnin sem voru til skoðunar, alls 157, bæði fjölbýli og sérbýli, er meðalbyggingartíminn um 1,7 ár í úthverfum en 1,5 á þéttingarreitum.

Ekki var greinanlegur munur á byggingarhraða þéttingarverkefna eftir því hvort þau voru austan eða vestan Elliðaáa. Meðalbyggingartími fullgerðra íbúða er 2,3 ár á þéttingarsvæðum og mætti ætla að það sé ekki fjarri meðaltali undanfarinna ár, að því er kemur fram í frétt Reykjavíkurborgar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK