Vilja skoða vísitölu án húsnæðisliðar

Þingmenn Framsóknarflokksins vilja að skoðaður verði möguleiki á að taka …
Þingmenn Framsóknarflokksins vilja að skoðaður verði möguleiki á að taka upp samræmda vísitölu í stað vísitölu neysluverðs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það að markmiði að fjármála- og efnahagsráðherra skipi starfshóp óháðra sérfræðinga til að greina kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs.

Þingmenn flokksins hafa lagt fram sambærilegar þingsályktunartillögur á síðustu tveimur þingum. Í greinargerð með síðustu tillögunni kemur meðal annars fram að í Evrópusambandsríkjunum sé stuðst við samræmda vísitölu neysluverðs, en tilgangur hennar sé að tryggja samræmda verðbólgumælingu í þeim ríkjum þar sem evra er gjaldmiðill.

Liggja mismunandi vöruflokkar undir hvorri vísitölunni fyrir sig. Munar þar líklega mestu um kostnað við eigið húsnæði sem er vöruflokkur innan vísitölu neysluverðs, en ekki í samræmdri vísitölu neysluverðs.

„Hækkun húsnæðisverðs reiknast þannig beint inn í VNV en hefur aðeins afleidd áhrif á þróun SVN í gegnum húsaleigu,“ segir í greinargerðinni. Hefur það að halda húsnæðisverði fyrir utan samræmdu vísitöluna verið rökstutt með því að þar sé fremur um að ræða fjárfestingu en eiginlega neyslu.

Þá eru útgjöld ferðamanna einnig undanskilin við útreikning vísitölu neysluverðs, en ekki í samræmdu vísitölunni.

Segir í greinargerðinni að verðbólgumælingar þar sem stuðst er við vísitölu neysluverðs sýni jafnan hærri verðbólgu en ef stuðst er við samræmdu vísitöluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK