Hótar að hætta að auglýsa á Google og Facebook

AFP

Unilever hefur hótað því að hætta að auglýsa á miðlum á borð við Google og Facebook ef þeir hætta ekki að ala á hatri og sundrungu. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi neysluvarnings í heiminum og næststærsti auglýsandi. 

Keith Weed, markaðsstjóri Unilever, varaði tæknirisana við í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu frammi fyrir stórum, fjölmiðlum og tæknifyrirtækjum, að því er kemur fram á fréttavef Financial Times

„Sem einn stærsti auglýsandi í heimi er ekki hægt að líða umhverfi þar sem neytendur geta ekki treyst því sem þeir sjá á netinu,“ sagði Weed. „Við getum ekki haldið áfram að styðja við stafræna miðla sem eru eins og fen þegar kemur að gegnsæi.“

Weed sagði að Unilever myndi forgangsraða útgjöldunum þannig að aðeins yrðu keyptar auglýsingar á ábyrgum miðlum sem hefðu jákvæð áhrif á samfélagið. 

„Unilever mun ekki kaupa auglýsingar á miðlum sem vernda ekki börn, skapa sundrungu eða kynda undir hatur.“

Auglýsingaútgjöld Unilever á síðasta ári námu 7,7 milljörðum evra, eða um 969 milljörðum króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK