Hótar að hætta að auglýsa á Google og Facebook

AFP

Uni­lever hef­ur hótað því að hætta að aug­lýsa á miðlum á borð við Google og Face­book ef þeir hætta ekki að ala á hatri og sundr­ungu. Fyr­ir­tækið er einn stærsti fram­leiðandi neyslu­varn­ings í heim­in­um og næst­stærsti aug­lýs­andi. 

Keith Weed, markaðsstjóri Uni­lever, varaði tækn­iris­ana við í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu frammi fyr­ir stór­um, fjöl­miðlum og tæknifyr­ir­tækj­um, að því er kem­ur fram á frétta­vef Fin­ancial Times

„Sem einn stærsti aug­lýs­andi í heimi er ekki hægt að líða um­hverfi þar sem neyt­end­ur geta ekki treyst því sem þeir sjá á net­inu,“ sagði Weed. „Við get­um ekki haldið áfram að styðja við sta­f­ræna miðla sem eru eins og fen þegar kem­ur að gegn­sæi.“

Weed sagði að Uni­lever myndi for­gangsraða út­gjöld­un­um þannig að aðeins yrðu keypt­ar aug­lýs­ing­ar á ábyrg­um miðlum sem hefðu já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið. 

„Uni­lever mun ekki kaupa aug­lýs­ing­ar á miðlum sem vernda ekki börn, skapa sundr­ungu eða kynda und­ir hat­ur.“

Aug­lýs­inga­út­gjöld Uni­lever á síðasta ári námu 7,7 millj­örðum evra, eða um 969 millj­örðum króna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK