Vilja lækka eiginfjárhlutfallið á næstu árum

Arion banki skilaði ársskýrslu sinni fyrir árið 2017 í gær.
Arion banki skilaði ársskýrslu sinni fyrir árið 2017 í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 sem birtur var í gær var eiginfjárhlutfall samstæðu bankans 24,0% og lækkaði úr 26,8% árið áður. Þá var svokallað hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1  23,6% og lækkaði úr 26,1%.

Áformar bankinn að lækka eiginfjárhlutfall sitt enn frekar á komandi árum og að hlutfall almenns eiginfjárþáttar fari niður í um 17%. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans sem birtur var í gær.

Lækkun eiginfjárhlutfallsins milli ára má einkum rekja til ákvörðunar um arðgreiðslu eða kaup á eigin bréfum bankans sem tilkynnt hafði verið um fyrir birtingu ársreikningsins. Vegna samnings um stöðuleikaframlög hafði meirihlutaeigandi bankans, félagið Kaupskil sem er í eigu erlendra kröfuhafa Kaupþings, ekki viljað taka út arðgreiðslur fyrr en nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK