Auglýsa stöðu aðstoðarseðlabankastjóra

mbl.is/Ófeigur

Forsætisráðuneytið auglýsir nú eftir aðstoðarseðlabankastjóra til þess að taka við keflinu af Arnóri Sighvatssyni í júlí en samkvæmt lögum um Seðlabankann getur hann ekki sótt aftur um starfið eftir tvær skipanir.

Auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag. Þar segir að umsækjendur skuli hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum, og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Þá er gerð krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2018 og verður skipað í embættið frá og með 1. júlí 2018. Seinni skipun Más Guðmundssonar sem seðlabankastjóri rennur á næsta ári og verður staða hans þá einnig auglýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK