Notkun á olíu sem orkugjafa mun líklega halda áfram að aukast og ná hámarki eftir 20 ár samkvæmt spá greinenda hjá breska olíurisanum BP.
Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá spánni en samkvæmt henni mun notkunin aukast um 10% áður en það dregur úr henni. Notkunin í dag nemur 100 milljónum tunna af dag.
Búist er við að endurnýjanlegir orkugjafar vaxi hraðar en annar konar eldsneyti og að notkun á þeim muni hafa fimmfaldast árið 2040. Auk þess verði 40% af aukinni eftirspurn eftir eldsneyti svalað með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Greinendur BP spá því að eftirspurn eftir eldsneyti fari áfram vaxandi í nýmarkaðslöndum (e. emerging economies) og að vöxturinn í Indlandi muni taka fram úr vextinum í Kína á næstu 15 árum.