Skattabreytingar skiluðu Buffett 29 milljörðum

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

Banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn War­ren Buf­fett seg­ir að fjár­fest­inga­fé­lags hans, Berks­hire Hat­haway, hafi hagn­ast um 29 millj­arða dala, eða sem nem­ur um 2.900 millj­örðum kr., í kjöl­far þeirra skatt­breyt­inga sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur lagt til og samþykkt.

Berks­hire Hat­haway kynnti árs­fjórðungs­upp­gjör sitt í dag og greindi frá met­hagnaði, að því er fram kem­ur á vef BBC.

Re­públi­kana­flokk­ur­inn lagði til meiri­hátt­ar breyt­ing­ar á skatt­kerfi lands­ins, en frum­varp þess efn­is var samþykkt í des­em­ber. Þar var m.a. lagt til að skatt­ur á fyr­ir­tæki yrði lækkaður úr 35% í 21%. 

Buf­fett, sem er einn af rík­ustu mönn­um jarðar, mót­mæli fyr­ir­ætl­un­um re­públi­kana. 

Buf­fett seg­ir í bréfi sem hann hef­ur sent til hlut­hafa, að skatt­kerf­is­breyt­ing­arn­ar hafi skilað tæp­lega helm­ingi af hrein­um hagnaði fyr­ir­tæk­is­ins árið 2017.

„Stór hluti hagnaðar okk­ar kom ekki til vegna ein­hvers sem við náðum að áorka hjá Berks­hire,“ skrifaði hann. „Aðeins 36 millj­arðar dala eru vegna starf­semi Berks­hire. Þeir 29 millj­arðar dala sem eft­ir standa voru færðir okk­ur í des­em­ber þegar Banda­ríkjaþing end­ur­skrifaði banda­rísku skatta­lög­gjöf­ina.“

Sér­fræðing­ar höfðu bent á að alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki væru á meðal þeirra sem myndu hagn­ast mest á þess­um breyt­ing­um. 

Breski bank­inn Barclays spáði því t.d. í síðustu viku að Berks­hire Hat­haway myndi njóta góðs af breyttri skatta­lög­gjöf, og í kjöl­far þessa mikla hagnaðar nú myndi hagnaður­inn að óbreyttu halda áfram að aukast, eða um 12%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK