Bjarni krefur Landsvirkjun um svör

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að kalla eftir skýringum frá stjórn Landsvirkjunar vegna launahækkana hjá forstjóra og stjórn fyrirtækisins. 

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins. Greint hefur verið frá því að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og stjórn fyrirtækisins hafi fengið töluverðar launahækkanir á milli ára. Í Bandaríkjadölum talið nemur hækkunin tæpum 50% en á krónum talið nemur hækkunin á bilinu 38 til 45% og veltur á hvaða gengi sé miðað við. 

Bjarni Benediktsson segir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að launahækkanirnar séu ekki í takti við neitt annað sem sé að gerast í kjaramálum. „Mig grunar að hérna sé um að ræða einhvers konar blöndu af einkaréttarlegum samningum sem hafa verið í gildi annars vegar, og hins vegar inngrip löggjafans inn í kjör forstjóra ríkisfyrirtækja sem leið síðan undir lok og það sé verið að endurvekja einhvers konar samninga. En fyrir þetta verða auðvitað stjórnir félaganna að svara.“

Vísað er til tilkynningar frá Landsvirkjun sem segir að þrettán prósent af launahækkunum hjá fyrirtækinu megi rekja til gengisþróunar þar sem ársreikningur sé birtur í dollurum. Launahækkun forstjóra hafi þannig verið um 32 prósent í krónum talið, úr tveimur milljónum að meðaltali árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði 2017.

Er skýringin sögð vera sú að árið 2012 hafi forstjóri tekið á sig launalækkun sem leiddi til þess að laun hans voru orðin lægri en laun framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Þá hafi stjórnarlaun hækkað um fimm prósent en heildargreiðslur till stjórnarmanna hækkað meira vegna fjölgunar undirnefnda stjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK