500 hagkvæmar íbúðir í kortunum

Á fundinum fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir innsendar hugmyndir.
Á fundinum fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfir innsendar hugmyndir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg mun á þessu ári auglýsa eftir samstarfsaðilum að uppbyggingu á allt að 500 hagkvæmum íbúðum á fimm svæðum. 

Þetta kom fram á opnum fundi um hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur sem var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Á fundinum var m.a. farið yfir innsendar hugmyndir um hagkvæmt húsnæði sem borgin hefur fengið sendar eftir hugmyndaleit. Alls bárust 70 hugmyndir.

Svæðin sem um ræðir eru Gufunes, Úlfarsárdalur, Bryggjuhverfi III, Skerjafjörður, Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór á fundinum yfir öll þau svæði í Reykjavík þar sem ungt fólk og fyrstu kaupendur gætu fundið sér heimkynni í framtíðinni, t.d. í Gufunesi þar sem fyrstu íbúðir fara í uppbyggingu á þessu ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK