Stjórnandi hjá Visa vegur að bitcoin

AFP

Fjármálastjóri Visa fer hörðum orðum um bitcoin og segist hafa orðið fyrir áfalli þegar hann uppgötvaði hversu margir kaupi rafmyntir án þess að hafa hugmynd um hvað þeir séu að gera. 

„Fólkið sem spyr mig út í þetta hræðir mig mest,“ sagði Vasant Prabhu, fjármálastjóri stærsta greiðsluþjónustufyrirtækis heims í viðtali við Financial Times.  „Þú veist, eins og limmósínubílstjórinn sem keyrir þig út á flugvöll. Það hefur ekki hugmynd um hvað það er að gera.“

Hann rifjaði upp að fyrir sex mánuðum síðan hafi gjaldkeri í banka tjáð honum að hann ætlaði að selja bitcoin í mars vegna þess að þá næði verðið hátindi. Hann rifjaði einnig upp að ungur fjölskyldumeðlimur hefði hreykt sér í matarboði yfir því að 8 þúsund dala fjárfestingin hans í bitcoin hefði tvöfaldast í verði. 

„Þetta er það sem þú heyrir þegar það er bóla á markaði. Þegar strákurinn sem pússar skóna þína segir þér hvaða hlutabréf þú átt að kaupa.“

Prabhu sagði að rafmyntir væru uppáhald glæpamanna. „Það er mjög erfitt að koma óhreinum peningum gegnum bankakerfið en rafmyntir eru frábærar til þess. Ég skal veðja á það að hver einasti glæpamaður og hver einasti spillti stjórnmálamaður er að sýsla með rafmyntir.“

Prabhu bætti við að Bandaríkjadalurinn væri gefinn úr af seðlabanka Bandaríkjanna og því væri á hreinu hver stæði á bak við hann. Annað gilti um rafmyntir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK