Steinþór Pálsson ráðinn til KPMG

mbl.is/Ómar

Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið ráðinn til endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og mun hann ganga til liðs við eigendahóp fyrirtækisins. Þetta staðfestir KPMG í samtali við mbl.is en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins

Steinþór var bankastjóri Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Bankaráð Lands­bank­ans og Steinþór komust þá að sam­komu­lagi um að hann léti af störf­um hjá bank­an­um. Hann hafði legið undir gagnrýni vegna sölu á greiðslukortafyrirtækinu Borgun en í skýrslu Ríkisendurskoðunar var Lands­bankinn gagnrýndur sér­stak­lega fyr­ir að hafa ekki aflað sér nægi­legra upp­lýs­inga um fyrirtækið, m.a. um aðild fyr­ir­tæk­is­ins að Visa Europe Ltd.

Hann er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA-gráðu. Hann hafði starfað hjá lyfjafyrirtækinu Actavis í um átta ár áður en hann hóf störf sem bankastjóri Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK