Afkoma borgarinnar milljörðum umfram áætlun

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rekstr­arniðurstaða A-hluta Reykja­vík­ur­borg­ar var já­kvæð um 4.971 millj­ón­ir króna en áætl­un gerði ráð fyr­ir að hún yrði já­kvæð um 1.789 millj­ón­ir á ár­inu. Niðurstaðan er því um 3.182 millj­ón­um betri en gert var ráð fyr­ir.

Í til­kynn­ingu um upp­gjörið er betri rekstr­arniðurstaða sögð skýr­ast af hærri skatt­tekj­um, hærri fram­lög­um Jöfn­un­ar­sjóðs og hærri tekj­um af sölu bygg­ing­ar­rétt­ar og sölu­hagnaði fast­eigna. Á móti komi hærri gjald­færsla vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga og gjald­færsla vegna upp­gjörs við Brú líf­eyr­is­sjóð. 

Rekstr­arniðurstaða sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar, A- og B-hluta, var já­kvæð um 28.027 millj­ón­ir króna en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir já­kvæðri niður­stöðu upp á 14.559 millj­ón­ir. Mun­ur­inn þar á milli er 13.468 millj­ón­ir króna. Helstu ástæður fyr­ir betri af­komu má rekja til hærri tekju­færðra mats­breyt­inga fjár­fest­inga­eigna Fé­lags­bú­staða hf. og lægri fjár­magns­gjalda sam­stæðunn­ar vegna gang­v­irðis­breyt­inga inn­byggðra af­leiða í raf­orku­samn­ing­um hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur. 

Heild­ar­eign­ir sam­stæðunn­ar sam­kvæmt sam­an­tekn­um efna­hags­reikn­ingi námu í árs­lok 582.734 millj­ón­um króna. Heild­ar­skuld­ir ásamt skuld­bind­ing­um voru 297.306 millj­ón­ir og eigið fé var 285.428 millj­ón­ir en þar af var hlut­deild meðeig­enda 15.304 millj­ón­ir. Eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæðunn­ar fer hækk­andi og er nú 49,0% en var 45,8% um síðustu ára­mót.

Rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar skipt­ist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starf­semi sem að hluta eða öllu leyti er fjár­mögnuð með skatt­tekj­um. Um er að ræða Aðalsjóð, sem held­ur utan um rekst­ur fagsviða og Eigna­sjóð.

Til B-hluta telj­ast fjár­hags­lega sjálf­stæð fyr­ir­tæki sem að hálfu eða meiri­hluta eru í eigu borg­ar­inn­ar, en rekst­ur þeirra er að stofni til fjár­magnaður með þjón­ustu­tekj­um. Fyr­ir­tæk­in eru: Orku­veita Reykja­vík­ur, Faxa­flóa­hafn­ir sf., Fé­lags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höll­in hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK