Erfitt gæti reynst, og óskynsamlegt, að ýta skuldastöðu ríkissjóðs mikið neðar nema að stórum hluta sparnaðar sé komið fyrir erlendis eða sjálfstæðum gjaldmiðli fórnað. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, ritar grein í ViðskiptaMoggann í dag þar sem hún bendir á að hlutverk ríkissjóðs sé að halda virkum skuldabréfamarkaði.
Ríkissjóður þurfi að tryggja ákveðið framboð af óverðtryggðum bréfum til að setja viðmið þegar kemur að vaxtakjörum. Þá greiði erlend skuldabréfaútgáfa ríkisins fyrir aðgangi innlendra fyrirtækja að erlendu lánsfé.
Kristrún bendir á að fyrir hrun hafi Seðlabankinn talið skuldlítinn ríkissjóð hamla miðlun peningastefnunnar á þeim tíma vegna grunns markaðar og óskilvirkrar verðmyndunar.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið greinina í heild sinni hér.