Tryggingastofnun flytur í Hlíðasmára

Hlíðarsmári 11.
Hlíðarsmári 11. mbl.is/Þorsteinn

Gengið hefur verið til samninga við fasteignafélagið Reginn um að Tryggingastofnun leigi húsnæðið að Hlíðasmára 11 til að hýsa starfsemi sína. 

Samkvæmt heimildum mbl.is eru viðræður nýhafnar og er stefnt að því að flytja starfsemi stofnunarinnar í nóvember. Reginn á allt húsnæðið og hefur núverandi leigutökum verið greint frá viðræðunum. Á meðal þeirra eru skrifstofa Rúmfatalagersins, Norðlenska og Tryggingamiðlun Íslands. 

Húsnæðið telur tæpa 2600 fermetra á fjórum hæðum en meginstarfsemi Tryggingastofnunar verður á þremur hæðum. Starfsmenn stofnunarinnar er nú um 110 talsins. 

Greint var frá því á mbl.is í vetur að tekin hefði verið ákvörðun um að flytja Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins úr hús­næði sínu við Lauga­veg þar sem hún hef­ur verið í ára­tugi, vegna myglu. Ríf­lega 20 starfs­menn Trygg­inga­stofn­un­ar höfðu veikst eða fundið fyr­ir van­líðan sem var rak­in til mygl­unn­ar.

Myglan greind­ist fyrst í hús­næðinu und­ir lok des­em­ber 2016. Fyrst um sinn var reynt að hreinsa mygl­una út úr hús­næðinu og fólk var flutt til í hús­inu en það gekk ekki upp.

Hlíðarsmári 11.
Hlíðarsmári 11. mbl.is/Þorsteinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK