Samkeppniseftirlitið svarar Ara Edwald

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Samsett mynd/mbl.is

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, fór hörðum orðum um Sam­keppnis­eft­ir­litið á fundi Viðskiptaráðs í vik­unni og end­ur­tók hann skoðun sína í viðtali við K100 í vik­unni. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur í kjöl­far orða Ara svarað hon­um á heimasíðu sinni og vís­ar þar orðum hans á bug og vís­ar í um­sagn­ir og ákv­arðanir sín­ar af ýms­um mál­um upp á síðkastið.

Ari sagði meðal ann­ars í viðtal­inu að eft­ir­litið teldi RÚV og Stöð 2 (365 miðla) ekki eiga í sam­keppni. Vís­ar Sam­keppnis­eft­ir­litið til þess að í ákvörðun sinni um samruna Fjar­skipta hf. og 365 miðla hf. Þar hafi meðal ann­ars verið tekið fram að RÚV og Stöð 2 væru keppi­naut­ar á efnis­kaupa­markaði fyr­ir sjón­varp, að RÚV veiti 365 sam­keppn­is­legt aðhald og að markaður fyr­ir aug­lýs­ing­ar í sjón­varp falli bæði aug­lýs­ing­ar fyr­ir opið sjón­varp og áskrift­ar­sjón­varp.

Þá seg­ir eft­ir­litið ekki rétt sem Ari hélt fram að Sam­keppnis­eft­ir­litið telji Net­flix efn­isveit­una ekki vera á sama markaði og hefðbundið áskrift­ar­sjón­varp. „Þetta er ekki rétt“, seg­ir í til­kynn­ing­unni. Vísað er til fyrr­nefndr­ar samruna­ákvörðunar þar sem tekið hafi verið til sér­stakr­ar skoðunar hvort ólínu­legt áskrift­ar­sjón­varp sé á sama markaði og línu­legt sjón­varp og þar með hvort Net­flix telj­ist á sama markaði og hefðbundið áskrift­ar­sjón­varp. Eft­ir­litið hafi ekki skorið end­an­lega um það, en tekið veltu streym­isveitna með í út­reikn­inga á markaðshlut­deild.

Sam­keppni­eft­ir­litið svar­ar Ara einnig um að þá full­yrðingu hans að Frí­höfn­in hafi verið tek­in út fyr­ir sviga sem snyrti­vöru­sali þegar eft­ir­litið ógilti samruna Haga og Lyfju. Vís­ar Sam­keppnis­eft­ir­litið til þess að við skoðun sína hafi meðal ann­ars verið rann­sakað hvort Frí­höfn­in teld­ist hluti af mörkuðum með því að afla gagna um veltu, tíðni viðskipta og dreif­ingu söl­unn­ar. Þá hafi einnig sér­stök neyt­enda­könn­un verið fram­kvæmd. „Niður­stöður þess­ar­ar rann­sókn­ar gáfu ein­dregið til kynna að versl­un í Frí­höfn­inni væri ekki hluti af markaði máls­ins, þótt hún veitti inn­lendri versl­un ákveðið sam­keppn­is­legt aðhald,“ seg­ir í til­kynn­ingu eft­ir­lits­ins.

Lesa má svar eft­ir­lits­ins í heild sinni á hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK