Aðför að upplýstu samfélagi

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

„Ef við getum ekki sammælst um að nýta okkur alþjóðlegar samanburðartölur um hagvöxt, kaupmátt, jöfnuð o.s.frv. þá gætum við allt eins hætt að telja mörkin í fótboltaleikjum og látið bara tilfinninguna segja okkur hvort við erum að vinna eða tapa.“

Þetta skrifar Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í grein sem birtist í ViðskiptaMogganum í dag. Þar skýtur hún föstum skotum á Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, vegna ummæla hans um opinberar hagtölur. Í þættinum Þjóðbraut, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, sagði Ragnar Þór að ekki væri hægt að reiða sig á opinberar hagtölur eins og frá OECD og Eurostat vegna þess að þær lýstu ekki raunveruleikanum. 

Ásta skrifar að það komi á óvart að ekki glennist fleiri augu af undrun þegar forystumaður í verkalýðshreyfingu hafni tölfræði og staðreyndum. 

„Sé ætlunin að hafna alfarið slíkri viðurkenndri aðferðafræði en treysta fremur á heimagerðar rannsóknir á sérvöldum og hentugum hópum verður ekki annað séð en að búið sé að taka ákvörðun um að kasta fyrir róða upplýstri umræðu, en taka í staðinn upp ósiðina úr amerískri pólitík.“

Hún segir á að þótt opinberar rannsóknir séu ekki heilagar, og engin ein rannsókn segi alla söguna, sé galin hugmynd að hafna með öllu að nýta sér bestu mögulegu samanburðargögn. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka