Styrkir stór hluti tekna Kjarnans

Skjáskot af heimasíðu Kjarnans
Skjáskot af heimasíðu Kjarnans

Stór hluti tekna vefmiðilsins Kjarnans er fólginn í styrktarfé sem aflað er meðal almennings. Upplýsingar sem Morgunblaðið hefur undir höndum, og hafa að geyma rekstrarniðurstöðu Kjarnans á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs, sýna að styrkirnir eru um 46% af heildartekjum fyrirtækisins.

Þannig námu styrkir þessir ríflega 7 milljónum frá janúar og út maí í fyrra en á sama tímabili námu aðrar tekjur 8,3 milljónum króna. Í apríl í fyrra reyndust styrkirnir reyndar hærri en aðrar tekjur fyrirtækisins. Þá voru þeir 1,6 milljónir króna, samanborið við tæplega 1,4 milljónir í aðrar tekjur.

Sömu tölur varpa ljósi á linnluausan taprekstur fyrirtækisins. Þannig tapaði Kjarnainn 1,4 milljónum í janúar 2017, 1,1 milljón í febrúar, 1,8 milljónum í mars, 1,9 milljónum í apríl og 1,5 milljónum í maí.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK