Arion banki á markað á Íslandi og í Svíþjóð

Ari­on banki hygg­ist efna til frumút­boðs á hluta­bréf­um í bank­an­um. Jafn­framt er ætl­un­in að skrá hluta­bréf í bank­an­um í kaup­höll á Íslandi og í Svíþjóð.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem bank­inn sendi frá sér snemma í morg­un.

Í henni kem­ur fram að stefnt sé að því að skrán­ing hluta­bréfa í bank­an­um hjá Nas­daq á Íslandi og skrán­ing hluta­bréfa í formi svo­kallaðra SDR (e. Swed­ish Depository Receipts) hjá Nas­daq í Stokk­hólmi fari fram á fyrri hluta árs­ins að því gefnu að laga­skil­yrði séu upp­fyllt og markaðsaðstæður leyfi.

Í ít­ar­legri til­kynn­ingu um málið sem birt er á vef Ari­on banka er haft eft­ir Hösk­uldi H. Ólafs­syni banka­stjóra að stjórn­end­ur bank­ans séu sann­færðir um að nú sé rétti tím­inn til að taka þetta skref í framþróun hans. Seg­ir hann að Ari­on banki hafi verið end­ur­reist­ur að fullu á und­an­förn­um árum og sé nú „sterk­ur, arðbær og leiðandi banki á Íslandi“. Þá seg­ir Hösk­uld­ur að með þessu skrefi verði Ari­on banki fyrsti ís­lenski bank­inn sem skráður er á aðal­markað Nastaq í yfir ára­tug.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK