„Mikilvæg vegferð fyrir Arion og kerfið“

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert

Mik­il­vægi þess að fá breitt og blandað eign­ar­hald, bæði ís­lenskt og er­lent, eru ástæður þess að farið er í tví­hliða skrán­ingu Ari­on banka bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Þetta seg­ir Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, banka­stjóri Ari­on banka, í sam­tali við mbl.is, en í morg­un var greint frá því að skrá ætti bank­ann á markað á fyrri hluta árs­ins. Áður hef­ur áhugi er­lend­is frá um kaup í bank­an­um verið nefnd­ur, allt frá ár­inu 2014 sem og í tengsl­um við skoðun líf­eyr­is­sjóða og fjár­festa að kaupa í bank­an­um.

Í raun gef­ur sá tím­arammi aðeins sjö vik­ur í verkið, en sam­kvæmt því sem mbl.is kemst næst er ekki ólík­legt að skrán­ing­ar­ferli, frá birt­ingu skrán­ing­ar­lýs­ing­ar til form­legr­ar skrán­ing­ar á markaði, taki 4-6 vik­ur.

Ger­ir banka­kerfið heil­brigðara

Hösk­uld­ur seg­ir að til­kynn­ing­in um fyr­ir­hugaða skrán­ingu Ari­on banka sé ákveðin tíma­mót fyr­ir bank­ann. „Þetta er mik­il­vægt fyr­ir bank­ann og líka mik­il­vægt fyr­ir banka­kerfið sem slíkt þar sem víða er óæski­legt eign­ar­hald,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að ís­lenska ríkið sé stærsti eig­andi banka­kerf­is­ins. Einnig eigi eign­ar­halds­fé­lag í Ari­on banka sem vilji selja sinn hlut, enda líti það ekki á sig sem lang­tíma­fjár­fest. „Þetta er mik­il­væg veg­ferð fyr­ir Ari­on og kerfið,“ seg­ir hann um þau skref sem nú eru stig­in og bæt­ir við að með þessu verði banka­kerfið heil­brigðara.

Fjár­málaráðuneytið sendi í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Ari­on banka í morg­un frá sér til­kynn­ingu þar sem greint var frá því að ríkið myndi ekki nýta sér for­kaups­rétt að bréf­um í Ari­on banka. Spurður hvort þetta hafi verið mik­il­vægt atriði fyr­ir skrán­ingu Ari­on banka seg­ir Hösk­uld­ur að það hafi verið atriði sem hafi þurft að klára, það skipti máli að vera ekki með atriði sem þessi meðan á skrán­ingu í Kaup­höll­ina stend­ur.

Í yf­ir­lýs­ingu Ari­on banka í morg­un kem­ur meðal ann­ars fram að mark­mið bank­ans til milli­langs tíma sé að ná kostnaðar­hlut­fall­inu und­ir 50%. Í fyrra var það 56,1% og á fyrstu þrem­ur mánuðum þessa árs nam það 70,8%. Hösk­uld­ur seg­ir að horft sé til þess að viðmiðið ná­ist á næstu árum.

Alla­vega 25% bréfa sett á sölu

Eigna­halds­fé­lag Kaupþings sem á 55,57% í bank­an­um í gegn­um fé­lagið Kaupskil mun við skrán­ingu selja alla­vega 25% hlut í bank­an­um. Þá gæti Attestor Capital einnig selt eitt­hvað af hlut­um sín­um, en sjóður­inn á í dag 12,44% í Ari­on banka.

Aðrir hlut­haf­ar eru Taconic Capital með 9,99%, Och-Ziff Capital með 6,58% og Goldm­an Sachs In­ternati­onal með 3,37%. Þá á bank­inn sjálf­ur 9,5%. Greint hef­ur verið frá því að starfs­menn bank­ans muni fá hluta­bréf í hon­um og er lík­legt að það muni drag­ast frá eign bank­ans.

Sölu­and­virði í upp­greiðslu skulda­bréfs

Ekk­ert hef­ur enn verið gefið upp um verðbil sem horft verður á í útboðinu, en í fyrra þegar líf­eyr­is­sjóðir voru að skoða að fjár­festa í bank­an­um var miðað við 0,8 krón­ur á hverja krónu af eig­in fé bank­ans. Sam­kvæmt árs­hluta­reikn­ingi nem­ur það í dag um 204 millj­örðum. Sé miðað við 25% sölu í bank­an­um nem­ur það tæp­lega 41 millj­arði á því verði.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins í morg­un nem­ur and­virði skulda­bréfs Kaupþings við ríkið, sem gefið var út í tengsl­um við stöðuleika­samn­ing­ana um 29 millj­örðum. Sölu­and­virði þeirra bréfa sem seld verða nú við frum­skrán­ingu verða greidd­ar inn á skulda­bréfið sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK