Ekkert verður af viðskiptastríði

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Ekk­ert viðskipta­stríð verður háð á milli Banda­ríkj­anna og Kína og hót­an­ir um tolla hafa verið dregn­ar til baka.

Þetta sagði Liu He, vara­for­seti Kína, við kín­verska rík­is­fjöl­miðil­inn Xin­hua.

Liu, sem var leiðtogi kín­verskr­ar samn­inga­nefnd­ar, sagði að þjóðirn­ar tvær hefðu náð sátt. „Báðir aðilar hafa náð sátt. Ekk­ert viðskipta­stríð verður háð og toll­hækk­an­ir af beggja hálfu verða aflagðar,“ sagði hann.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var sagður vilja leggja tolla á allt að 150 millj­arða dala virði af vör­um sem Banda­ríkja­menn flytja inn frá Kína. Kín­versk stjórn­völd hétu því að bregðast við með sam­svar­andi toll­um á banda­ríska fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK