Verðbólgutrygging ódýr lausn gegn óðaverðbólgu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verðbólgutrygging sem þak á verðtryggðum húsnæðislánum myndi ekki kosta mikið ef tilgangurinn með tryggingunni er að tryggja sig fyrir óðaverðbólgu. Þetta er meðal niðurstaðna í meistaraverkefni Torfa Más Hreinssonar frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Sem dæmi nefnir Torfi að verðbólgutrygging til 40 ára með samningsgengi upp á 6% myndi kosta tæplega 800 þúsund krónur.

Hann segir að samningsgengi verðbólgu hafi mikil áhrif á kostnað við verðbólgutrygginguna. Í flestum tilfellum myndi ekki borga sig að tryggja sig gegn verðbólgu til 40 ára þegar samningsgengið er sett of lágt.

Í verkefninu rekur Torfi hvernig verðbólgutrygging gæti minnkað líkur á vanefndum hjá tryggðum aðilum. Því þyrftu lánastofnanir ekki að halda eftir jafn stórum eiginfjárgrunni þar sem lánasafnið væri öruggara.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK