Laun hafa hækkað um 7,3%

mbl.is/Hanna

Launavísitala hækkaði um 0,3% á milli apríl og mars en síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Kaupmáttur launa hækkaði um 0,3% á sama tímabili en síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,9%.

Launavísitala er verðvísitala sem byggist á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs. Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK